9.4.2003

Jæja, sex mánuðum eftir að ég byrjaði að blibba er ég komin með teljara... Frekar mikið svekkelsi að drulla þessu upp svona seint en ég auðvitað forvitin stúlka og langar með eindæmum og fylgjast með umferðinni á blibbinu mína. Nú verð ég bara að fara inn á síðuna mína villt og galið...

Ég verð að uppljóstra því hér og nú að ég elska Will Oldham. Maðurinn er einfaldlega snillingur og nýjasti gripurinn hans meistaraverk. Þvílíkt ljúfsárir textar og konan sem syngur bakrödd hjá honum er með dáleiðandi rödd. Ég get hlustað á diskinn aftur og aftur. Pabba finnst soldið skrýtið að ég geti hlustað á suma diska á repeat í spilaranum mínum en þetta er víst eitthvað sem ég fæ frá mömmu. Frá pabba fæ ég aftur á móti þann galla að muna aldrei hvað Tom Waits heitir. Ég var í svona fimm mínútur að muna hvað hann heitir núna. Um daginn var ég í bíl með mömmu og pabba og fer eitthvað að tala um hann og mundi auðvitað ekki hvað hann heitir. Pabbi sagði hissa: "Ég man heldur aldrei hvað hann heitir." (Og pabbi sem er algjört tónlistargúrú í orðsins fyllstu). Þetta er alveg fáránlegt. Hver man ekki nafnið á Tom Waits?! Nafnið hans dettur bara alltaf út úr hausnum á okkur feðginunum. Um daginn fékk ég far hjá Guðlaugu frænku minni og kærastanum hennar úr fermingarveislu og var þá aftur að tala um Tom Waits. Og viti menn! Ég mundi auðvitað ekki hvað manngreyið heitir. Ég sá hann alveg fyrir mér og heyrði hann syngja í huganum en gat ómögulega munað nafnið hans. Þetta er bara eitthvað mental block, alveg furðulegt. Hvernig ætli standi á þessu??? Ég byrjaði að reyna að syngja eins og hann syngur (hljómaði ekki allt of vel hjá mér:-/) og þau kveiktu strax á því og horfðu undrunaraugum á mig yfir að muna ekki nafnið. Svona er heilinn í manni skrýtinn!

Jæja, ég ætla að fara í heilaleikfimi með því að glápa á imbann. Hahaha...

Engin ummæli: