10.4.2003

Djöfull var That 70's Show ógeðslega fyndinn í gær. Besti þátturinn hingað til. Svona söngleikjastíll yfir þessu og Fez var aðalmaðurinn. Alveg hreint óborganlegt.

Ég er að bjóða Himu og Jóni Birni í mat í kvöld. Rósmarín sítrónukjúklingur í boði. Mjög ljúffengt. Þau eru búin að bjóða mér svo oft í mat að mér finnst ég skuldbundin að bjóða þeim í mat. Svo eru þau líka svo skemmtileg;-)

Hey, getiði hvað! Kamilla er að hlusta á Will Oldham núna. Reyndar er þetta bara fyrsta spilun í dag...

Ég hef voða lítið að segja núna. Er reyndar nokkuð ánægð með nýja teljarann minn. Rúmar 80 heimsóknir á innan við sólarhring. Er það ekki bara nokkuð gott??

Það er lokadajmm í hagnýtri fjölmiðlun á morgun. Vegmót, keila, Shalimar og partý. Ég er að spá í að vera félagsskítur og fara mjög snemma heim. Ég nenni ekki að vera mygluð í Koló. Það er örugglega EKKI skemmtilegt. Ég man þegar ég var að selja restina af útsöluvörunum úr Mangó eina helgina í Koló. Lengi á eftir fannst mér alltaf vera Kolaportslykt af mér. Ekki var það nú skárra þegar ég var að selja harðfisk og lax og svoleiðis með afa hennar Erlu. Þá smellaði maður big time. En ég er tilbúin að láta mig hafa þetta einn laugardag. Sérstaklega ef ég sé fram á að fá einhverja monninga út úr þessu. Ekki slæmt fyrir fátækan stúdent sem er að fara til Danmerkur!

Seinasti skóladagur á morgun. Mér finnst samt eins og ég hafi byrjað í skólanum í síðasta mánuði. Time sure flies when you're having fun...:-/

...Love me the way I love you... Fallegur texti hjá honum Will Oldham. Tökum hann öll til fyrirmyndar. Bletz!

Engin ummæli: