Ég opnaði frystikistuna hennar mömmu áðan. Endalaust af flatkökum, hangikjöti, pylsum og pylsubrauði. Þannig er mál með vexti að hún og pabbi ætluðu auðvitað til N.Y.C. og keyptu þ.a.l. helling af íslensku góðgæti til að gefa íslensku vinafólki þeirra úti. Svo hættu þau við New York og fóru í staðinn til friðsælu Kaupmannahafnar þannig að mamma sat uppi með ársbirgðir af hangikjöti og solleis. Nú ætla ég að smakka, neibb, best að leyfa þessu að þiðna fyrst...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli