Ég fór á æfingu á Öfugum megin uppí í Borgarleikhúsinu. Þetta er farsi og ég var búin að gleyma því hversu heitt ég hata farsa. Þetta var algjör pína. Ég get bara ekki haft gaman af svona vitleysu þar sem fólk er alltaf að fara á mis við hvort annað, labba á hurðir og segja brandara sem hafa verið notaðir einum of oft. Á tímabili hélt ég að ég gæti þetta barasta ekki lengur, langaði að standa upp og öskra: Djöfull er þetta ömurlegt. Það eina sem hélt mér í sætinu var Eggert Þorleifsson. Hann er svooo fyndinn. Hann náði að krydda aðeins upp á annars mjög svo leiðinlegt leikrit. Ég er alla vega búin að lofa sjálfri mér að fara aldrei á farsa aftur en held ég hafi lofað sjálfri mér því sama þegar ég sá Sex í sveit. Maður er of fljótur að gleyma... Til að trappa mig niður eftir þennan pirring fórum við á Ölstofuna og fengum okkur einn kaldan, svo er ég líka að hita upp fyrir Köben en í dag eru 2 vikur þangað til ég fer... sæjitt!
Núna er ég stödd í Keflavíkinni góðu. Fór í klippingu og ætla í andlitsbað á eftir, sannkallað dekur. Veit reyndar ekki alveg hvað ég á af mér að gera. Sit ein heima hjá mor og far og bora í nefið...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli