Það bergmálar í stofunni minni. Allt fína pilleríið komið í kassa og stutt í brottför. Ég ætla að halda afmælis- og kveðjupartý í kvöld fyrir nánustu kallana og kellurnar mínar. Þetta verður kannski bara að vera svona standandi partý, á ekki nógu marga stóla. Þetta reddast.
Fór í fermingarveislu í gær hjá Elvari Erni frænda mínum. Borðaði svo mikið að ég er eiginlega ennþá södd. Fór líka aðeins á djammið á miðvikudaginn með píunum í hagnýtri fjölmiðlun. Það var greinilega fullt tungl vegna þess að við lentum í bölvuðum skít. Sátum á Ölstofunni, ég, Anna og Freyja og einhver gaur labbar framhjá Önnu og hvíslar að henni að hún sé sætasta stelpan þar inni (frekar leim pikk öpp lína en Anna er samt voða sæt.). Hún pælir ekki mikið í honum og honum gremst það greinilega, endar með því að hann kallar hana snobbaða og gáfaða (hljómaði sem móðgun frá honum!) fyrir það eitt að verða ekki uppi með sér eftir þetta svaka hrós(!). Við bjuggum til kenningu um að drengurinn hreinlega þjáðist af lélegri sjálfsmynd og þyrfti að úthúða öðrum til að upphefja sjálfan sig. Svo ákváðum við bara að fara og þá flippar gaurinn. Öskrar á eftir Önnu: "Farðu bara með þessum hálfvitum." Þá varð ég ekkert allt of ánægð og sagði (þetta var reyndar meira öskur): "Fyrirgefðu! Þú ert að segja henni að fara með hálfvitum. Ertu að segja að ég sé hálfviti?" Nei, segir hann og fer eitthvað að öskra. Er svo nálægt mér að hann frussar framan í mig. Það var auðvitað fullt af fólki þarna inni og allir fóru að fylgjast með þessari sápu. Við stelpurnar fengum af og til svona áfram-stelpur-klapp-á-bakið. Málið er að við hefðum alveg getað jarðað þennan mann í rifrildi en hann bullaði bara tóma steypu. Sagði bara hluti sem voru út í hött þannig að maður varð eiginlega bara orðlaus. Að lokum fórum við bara út og gaurinn varð eftir inni öskrandi úr sér lungun. Þessi sena náði sem sagt að skemma kvöldið fyrir mér þannig að ég fór bara heim. There's a lot of wackos out there... (tilvísun í Bowling for Columbine. Sjáið hana!!)
Jæja, gleðilega páska, ljúfurnar. Skemmtið ykkur fallega og njótið lífsins. Borðið páskaegg, alla vega þið sem finnst þau góð (ég er reyndar ekki ein af þeim).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli