20.4.2003

Gleðilega páska. Ég er nú ekki það mikið fyrir páskaegg en soldið hrifin af málsháttunum þannig að ég fékk svona dvergaegg. Ég borða yfirleitt bara nammið innan úr egginu og læt svo aðra um súkkulaðið. Málshátturinn þessa páska er: Margur heldur mig sig. Mér finnst hann nú frekar mikið prump. Pabbi sagði að þetta væri bara bull. Ég er að spá í að fá mér bara annað svona dvergaegg og reyna aftur. Kannski fæ ég eitthvað betra.

Föstudagskvöldið var snilld. Partýið heppnaðist rosa vel. Sumir komu ekki. Skamm! Þið vitið hver þið eruð! Við vorum heima til svona 01.30 og þá lá leiðin á Þjóðleikhúskjallarann á Gullfoss og Geysi. Mjög gaman þar. Kíktum síðan á Kaffibarinn. Þar var KGB að spila. Þessi drengur mætti nú alveg spila oftar á Kaffibarnum, svoddan snilld er hann. Við kíktum líka aðeins á Ölstofuna og Vegamót. Svo ætluðum við (Ég, Sigrún Dögg og Hannes Óli) að fara á Hverfisbarinn (veit ekki alveg af hverju) en dyravörðurinn vildi ekki hleypa okkur inn á nóinu. Ég brást heldur illa við og við skulum bara segja að ég sé líklega í ævilöngu banni á Hverfisbarnum. Ég mun nú seint gráta það en róninn er hvort eð er að fara til útlanda þannig að Hverfisbarinn getur bara átt sig.

Í þynnkunni á laugardeginum sóttum ég og Sigrún Önnu í vinnunna og héldum á Makkarann. Ég var svo mygluð að ég gat varla labbað. Þegar ég stend við afgreiðsluborðið hringir síminn og það er Lalli bróðir. "Hæ, Lalli minn." "Hæ, veistu ekki að það er óhollt að borða á McDonald's?" Þið hefðuð átt að sjá viðbrögðin hjá. Ég breyttist hreinlega úr uppvakningi í eróbikkadrenalínfíkil. Kipptist til og leit í allar áttir. Þá sátu Lalli og Amal við eitt borðið og upphugsuðu þetta fína djók þegar þau horfðu á Kamillu litlu staulast inn á Makkarann.

Íbúðin mín var ruslahaugur þegar ég vaknaði á laugardaginn. Ég var örugglega í hálftíma að vaska upp og öll glösin mín voru óhrein. Svo ryksugaði ég og skúraði drulluna. Nú er alla vega fínt í höllinni. Svo var íbúðin mín ekki bara ruslahaugur heldur líkami minn líka. Ég hef aldrei kynnst slagsmálum en get ímyndað mér hvernig fólki líður daginn eftir duglega hnefaútreið.

Var að kenna pabba á msn. Ingi Þór, ef þú sérð þetta þá verður þú að fá þér msn líka. Þá getum við öll spjallað saman, ég, þú, pabbi og mamma. Pabbi er líka farinn að pikka heil sex orð á mínútu þannig að þetta er allt að koma:-)

Engin ummæli: