Ég sótti mutti und vati á flugvöllinn í gærkvöldi og missti þ.a.l. af Michael Jackson þættinum take two. Ég geri reyndar fastlega ráð fyrir því að þessi þáttur hafi ekki verið eins sjokkerandi og sá fyrri enda ná leiðréttingar sjaldnast í gegn. Fólk vill líka bara vita um það afbrigðilega og skrýtna og þykir lítið varið í heilu þættina sem útskýra hversu góður og frábær einn maður er. Ég fékk nú smá glaðning að utan, nánar tiltekið náttföt (með skælbrosandi mánum og glimmerstjörnum!), tvöfaldan disk með Tim Buckley (föður hins mikla Jeff Buckley) og siggur. Diskurinn með Tim Buckley er tvær plötur frá '66 og '67. Mjög spes og ég held ég þurfi að melta þessa músík nokkuð vel áður en þetta fer á repeat í spilaranum mínum. Mjög sérstök raddbeiting sem einkennist af svona trúbadorastemmningu sjöunda áratugarins og á tímabili hugsaði ég bara, "ekki meira." Ég ætla samt auðvitað að gefa þessu sjéns og hlusta aftur. Þetta er allt öðruvísi en ég hafði til dæmis heyrt með honum hjá henni Thelmu minni, greinilega mjög fjölbreyttur tónlistarmaður í sífelldri endursköpun.
Partý hjá Rúnsu annað kvöld. Söngkeppni Framhaldsskólanna er auðvitað ómissandi viðburður og við ætlum að glápa á keppnina og drekka gleðivökva. Ósjaldan sem ég hef hlegið mig máttlausa og stundum jafnvel fengið gæsahúð við söng ungra framhaldsskólanema. Svo er auðvitað Daði hennar Rúnar að spila undir þannig við getum skrækt af kátínu í hvert skipti sem hann birtist á skjánum.
Nenni ekki að blibba meir í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli