27.3.2003

Ég talaði við Ullu í gærkvöldi. Hún er ekki enn búin að finna herbergi fyrir mig en sagði mér að vera ekkert að stressa mig á þessu. Ég fæ herbergi á endanum og ef ekki þá mun ég bara búa hjá henni. Hún sagði mér líka að það eru 95% líkur á að við fáum vinnu á Hróarskeldu við að selja bjór! Þá munum við fá frítt á hátíðina og fá að gista á einhverju fancy pancy tjaldsvæði, veit reyndar ekki hvort við fáum einhverja peninga en ég held ekki. Svo þurfum við að vinna þrjár 8 tíma vaktir og getum farið á tónleika og solleis inn á milli. Mjög spennó, hef aldrei kynnst Hróarskeldu á þennan hátt. Man bara eftir drullunni sem var allsráðandi '97. Reyndar fékk ég að sjá Radiohead og Smashing Pumkins þannig að ég er nokkuð sátt í dag. Vona reyndar að það verði gott veður í ár...

Engin ummæli: