Í gær voru nákvæmlega 10 ár síðan ég fermdist þannig að ég ákvað að eyða kvöldinu í að lesa Sálmabókina, einstaklega ljúft. Hmmmm, þetta var haugalygi en ég fór á djammið eins og venjulega. Fór heim til Önnu með Brynju og Dögg. Við drukkum rauðvín og hvítvín og bjór og ég smakkaði svona pretzel sem bragðast alveg eins og söltuð flatkaka. Ekkert of gott. Við sátum og spjölluðum saman um okkur sem börn þangað til við vorum farnar að finna vel á okkur, þá breyttumst við í börn og fórum að semja free style dans. Mjög gaman. Tjúnuðum Madonnu og Prince í botn og dönsuðum frá okkur allt vit. Svo lá leiðin á Ölstofuna og Kaffibarinn. Fínt, fínt.
Ég hlustaði á þáttinn okkar í gær og hann er æði þó ég segi sjálf frá. Mjög skemmtilegur og ég væri alveg til í að hlusta á svona þátt í hverri viku á einhverri útvarpsstöðinni, helst Rás 2;-)
Ég er svo svöng að ég gæti borðað heilan hest... Rosalega er þetta ljótt orðatiltæki. Reyndar er ég banhungruð (ljótt orð líka!). Ég ætla að fara í matarmission. To the kitchen!!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli