Ég bakaði köku í dag. Reyndar fékk ég ekki þá ánægju að borða hana sjálf heldur gaf hana... Ég gaf endurskoðandanum mínum hana. Hann reddaði mér í þessu LÍN veseni í fyrra og ég lofaði honum köku í staðinn. Var rétt núna að efna loforð mitt:-/
Ég og Grétar Röskvuliði vorum að skrifa pistil áðan í næsta tölublað Röskvufrétta. Pistillinn verður vonandi í hverju tölublaði og heitir Tveir Doktorar. Við erum að skoða samskipti kynjanna og sambönd og gefa ráðleggingar og solleis, mjög spennó. Ef ykkur vantar hjálp í ástarlífinu sendið þá póst á tveir_doktorar@hotmail.com. Við reddum því:-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli