14.3.2003

Það hefur sko ýmislegt á daga mína drifið undanfarið. Ég búin að ákveða að eyða sumrinu í Kaupmannahöfn, bara við að skúra eða eitthvað. Svo mun ég halda til Árósa og vera skiptinemi í dönskum blaðamannaháskóla. Ég er búin að finna manneskju til að leiga íbúðina á meðan ég er í burtu og meira að segja búin að festa kaup á flugmiða til Danaveldis. Áætluð brottför er 30. apríl kl. 07.30. Voða spennó. Ulla heldur ekki vatni yfir því að ég skuli vera að koma og skemmir að ég er líka alveg að pissa í mig úr spenningi... Nú er það bara að finna húsnæði og vinnu í Köben:-/ Held samt að það verði ekki mikið mál en Ulla og Mæda frænka eru báðar að tékka á húsnæði fyrir mig og Ulla er líka að leita að vinnu fyrir ykkar einlæga. Svo skellir maður sér bara á Skelduna og getur vel farið að ég verði þar að selja hinn eðalbjór Carlsberg ofan í bjórþyrstan lýðinn, ekki slæmt!

Í kvöld er aðalfundur Röskvu. Hann verður haldin á 22 kl. 22. Ég hvet alla til að mæta, bjór á tilboði og alles.

Svo er það hið langþráða fermingarafmæli á morgun. Ég og Sigrún Dögg erum æsispenntar yfir þessum merka atburði og keyptum jarðaberjafreyðivín í tilefni dagsins. Það verður væntanlega drukkið í fordrykknum sem haldin verður heima hjá foreldrum Sigrúnar á morgun og þeir sem eru á leiðinni í afmælið eru hjartanlega velkomnir. Hafið bara samband við mig og ég gef ykkur frekari upplýsingar. Ciao!

Engin ummæli: