10.3.2003

Ég datt á hausinn (í bókstaflegri merkingu!) á föstudaginn (nánar tiltekið á laugardagsmorgni) og ég held ég sé eitthvað skrýtin eftir það. Í fyrsta lagi er ég með risakúlu og svo er ég eitthvað svo sljó. Ég vona að ég hafi ekki fengið heilahristing eða eitthvað. Þetta er alla vega soldið skrýtið...

Ég fór í tíma í meðferð talaðs máls í dag og það er kominn nýr kennari. Hún heitir Margrét Ákadóttir og er leikari. Hún er vægast sagt frábær. Ótrúlega lífsglöð kona. Hef ekki skemmt mér svona vel í tíma síðan... ég man ekki einu sinni hvenær. Hún ætlar að kenna okkur að nýta þetta verkfæri sem rödd okkar er. Ég á einmitt að lesa upp ljóð í næsta tíma. Minnir mann bara á þegar maður þurfti að þylja upp Maístjörnuna fyrir Ragnheiði kennara í 6-R. Þetta verður kannski aðeins meira krefjandi...

Svo er það bara fermingarafmælið næstu helgi. Ég vona að það eigi margir eftir að mæta. Ég held að það sé samt nokkuð góð stemmning fyrir þessu kvöldi enda er ekki oft sem maður fær að hitta flesta jafnaldra sína úr Kef á sama stað. Ég hlakka til að kjafta við fólk sem maður hefur varla séð síðan í 10. bekk og komast að því hvað það hefur verið að bauka. Það er líka fáránlegt að það séu 10 ár frá því ég fermdist. Og mér sem fannst ég svo fullorðin þá. I'm on the road to old people ville...

Engin ummæli: