17.2.2003

Ætli maður verði ekki að setja smá púkk í Eurovision umræðuna. Það er tvennt sem sameinar landann, annars vegar Eurovison og hins vegar áramótaskaupið. Conversation starterar eins og "sástu Eurovision?" eru mjög algengir. Hver kannast ekki við svoleiðis samræður við náungann? Alla vega... Hvað varðar úrslitin finnst mér eitt (reyndar nokkuð margt) súrt. Það þarf alltaf allt að vera svo mainstream. Það þorir enginn að taka sjens þegar kemur að Eurovision. Reyndar finnst mér að lög sem fara í Eurovision eigi alltaf að vera mátulega hallærisleg svo að þau passi nú inn í heildarumgjörð keppninnar sem er alltaf frekar lummó. Við skulum bara vona að hún fröken Haukdal standi sig í lummukeppninni og komi okkur ofarlega en vinni samt ekki. Hvar ættum við svo sem að halda keppnina ef við myndum vinna? Í Laugardalshöllinni? Ég held nú síður. Það yrði reyndar svolítið fyndið ef sigur Íslendinga í Eurovision yrði til þess að langþráð tónleikahöll yrði loks byggð. Þá segi ég nú bara, áfram Birgitta!!!!

Engin ummæli: