24.2.2003
Bara að láta vita að ég ennþá á lífi. Röskva á mig bara núna. Var einmitt langt fram á kvöld að bera út Röskvublaðið í Kópavogi í gær. Helgin sem leið var megasukk að venju. Fór á svitaball Röskvu á föstudaginn. Dansaði reyndar ekki einn einasta dans heldur sat og kjaftaði við allt skemmtilega fólkið;-) Á laugardagskvöldið fór ég út að borða með familíunni á Ruby Tuesdays (loksins rættist hálskirtladraumurinn) og það var rosa gaman. Ég trúi bara varla að elskulegur yngri bróðir minn sé að fara til útlanda en svona er þetta víst, fólk þarf að mennta sig. Eftir dinner fór ég síðan í afmæli til Daggar, fjölmiðlafræðipæju. Það var svona fegurðardrottningaþema og ég var ungfrú Afganistan. Við föndruðum kórónur og borða, settum á okkur fínt naglalakk og drukkum jarðaberjafreyðivín. Einkar skemmtilegt og vel heppnað kvöld.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli