17.2.2003

Ég er búin að vera algjör letiblibbari undanfarið. Sorry! Þannig er nefnilega mál með vexti að ég er komin á fullt í stúdentapólitíkina. Hlaut að koma á því, ekki satt? Anyways... Ég skipa 7. sæti Röskvu til háskólafundar og ég hvet alla samnemendur mína í HÍ að tékka á okkur og okkar málefnum og nýta atkvæðisrétt sinn sama hvað. Þið getið skoðað Röskvu betur á heimasíðunni. Svo er auðvitað hið árlega svitaball Röskvu á föstudaginn á Vídalín. Þar munu Tvö dónaleg haust spila fyrir sveittum dansi langt fram á nótt. Sé ykkur þar! Choo choo...

Ég er rétt að byrja að fatta það núna að elskulegur litli bróðir minn er að fara af landi brott í enda mánaðarins. Málið er bara að hann er ekkert svo lítill lengur og hann er að fara út í nám, nánar tiltekið til Manchester að læra hljóðupptöku og stúdíóvinnslu og svoleiðis. Það var auðvitað ekki við öðru að búast af drengnum enda er hann undra talent á þessu sviði.

Ég fór á Eurovision í Háskólabíó á laugardaginn. Ég ætlaði reyndar varla að meika það vegna gífurlegrar þynnku en reif mig upp fyrir fjölmiðlapíurnar mínar. Svo var bara svona svaka gaman. Bloody marvee, alveg hreint...

Engin ummæli: