Röskva á afmæli í dag! Hún er orðin 15 ára, þessi gelgja. Var einmitt að koma úr afmælisboði í Odda. Það var skúffukaka og mjólk á boðstólnum. Mjög ljúffengt. Ég gaf Röskvu reyndar ekkert í afmælisgjöf. Jú, svei mér þá, ég gaf henni allan minn stuðning í komandi kosningum... Það er nokkuð góð gjöf. Svo er afmælispartý á Sólon í kvöld klukkan 9.
Ég fékk mjög skrýtinn mat henni Hilmu Reykjavíkurmóður í gær. Ég ætla ekki að segja meira en að hann hafi verið skrýtinn... Hilma er reyndar alveg meistarakokkur en í gær brást henni bogalistin. Það endaði með því að við sátum við borðstofuborðið og borðuðum ókryddað hakk... Hilma fór í símann og ég lék mér við matinn og sagði við Jón Björn: „Ég held ég geti ekki borðað þetta.“ Reyndar var Hilma alveg sammála okkur um gæði matsins þannig að hann endaði bara í tunnunni. Love you, Hilmínus fýlupúkolíus, smooch!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli