Ég er stödd í einhvers konar aldurslimbói. Ég var nefnilega að átta mig á því að ég hugsa alltaf um mig sem 21 árs... Þetta er eins og þegar maður hittir ættingja eftir nokkurn tíma og þau segja rosalega ertu orðin stór en í rauninni hefur maður ekkert stækkað heldur bara fullorðnast. Fólk geymir einhverja mynd af manni í hausnum á sér og í mörgum tilfellum er maður 12 ára á þeirri mynd. Þess vegna er ekkert skrýtið að þeim hálfpartinn bregði þegar þau hitta síðan 12 ára barnið aftur og það er orðið 23 ára. Það er bara verst að ég hugsa eins og þessir ættingjar sem maður hefur ekki hitt í of langan tíma. Málið er bara að ég hugsa þetta um sjálfa mig. Ætli sjálfið mitt sé staðnað á 21. aldursári? Ætli þetta sé ómeðvituð hræðsla við að eldast? Ætli ég sé bara svona gleymin??
Bílskúrssalan var ekki eins mikið hitt og ég hafði búist við. Við seldum þó eitthvað en ég verð nú að segja að það hafi ekki verið rífandi sala. Ég held bara að Keflvíkingar og nærsveitungar hafi ekki verið tilbúnir í þennan pakka...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli