6.2.2003
Ég fékk símtal um daginn frá jafnöldru minni í Keflavík. Hún hafði frétt að ég ásamt nokkrum öðrum væri byrjuð að skippuleggja fermingarafmælið okkar. Hún spurði mig skelkuð hvort við værum nokkum komin langt í skipulagningu vegna þess að hún og einhverjir aðrir eru búnir að panta sal og mat og alles. Sem betur fer vorum við ekki komin neitt áfram í skipulagningu þannig að fermingarafmælin verða ekki tvö...vonandi eru ekki fleiri byrjaðir að skipuleggja:-/ Anyways, húllumhæið verður víst í Stapanum laugardaginn 15. mars. Það er eins gott að allur pakkinn mæti þannig að við náum að fylla Stapann sem er nú enginn smásmíði... Það er eitt sem ég get gert en ég þarf hjálp fermingarsystkina minna og það er að skipuleggja skemmtiatriði. Það er auðvitað nauðsynlegt til að gera kvöldið skemmtó. Það eru víst bréf á leiðinni í pósti til allra með upplýsingum um verð og skráningu og svoleiðis.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli