30.1.2003

Jæja, þá er það dinner með Ósk og Rún í kvöld. Ég rétt næ að skvísa þeim inn fyrir Sex and the city... hahaha. Nei, við stöllur ætlum að elda saman heima hjá henni Rúnsu. Vorum að spá í að fá okkur kjúkling en svo þegar ég hugsa út í það þá fékk ég mér kjúkling í hádeginu í dag, í kvöldmat í gær og í fyrrakvöld. Ég held ég sé ekki alveg að meika kjúllann aftur í kvöld:-/

Ég var að halda ræðu áðan... Voða spennó. Ég er nefnilega í kúrs sem heitir Meðferð talaðs máls og við erum að læra á röddina okkar og svoleiðis. Ég fékk skriflega umsögn og apparently er ég með frekar ráma rödd. Ég er ekki að samþykkja það! Er ég með ráma rödd?

Ég ætla að fara og gera eitthvað... Ble

Engin ummæli: