29.1.2003

Ég seldi tvær peysur, bol og pils í gær. Þessi fatnaður flýgur út eins og heitar lummur og bílskúrssalan ekki byrjuð. Þeim sem sjá sér ekki fært að mæta í Njarðvík 8. febrúar er velkomið að kíkja við hjá mér og skoða.

Ég náði að drösla mér í skólann í dag og þá var kennarinn minn veikur. Reyndar er það alveg ágætt vegna þess að ég var ekki alveg að nenna í þennan tíma. Í staðinn dreif ég mig bara heim og gerði leiðinlegustu ritgerð sem ég hef nokkurn tímann gert. Hún fjallaði um hlutverk hins opinbera, ríkisafskipti, fyrirtækjarekstur hins opinbera og eitthvað svona helv.. kjaftæði. Alveg drepleiðinlegt verð ég að segja.

Stelpurnar og kallarnir tveir í hagnýtri fjölmiðlun eru að plana námsferð og ég er soldið abbó vegna þess að ég fer ekki með. Reyndar hef ég farið í svona námsferð og það var alveg æði. Við fórum til Washington D.C. og New York árið 2001. Svaka gaman. Ég væri samt alveg til í að fara með þessum góða hóp eitthvert til útlanda en ég kúka því miður ekki peningum. Ég get þó huggað mig við það að ég fer út í júlí og verð í heila fimm mánuði. Það er sko eitthvað til að hlakka til. Dúddírú!

Hún Anna Alberts var að byrja að blogga blessunin. Bráðum þarf maður ekkert að hitta vinkonur sínar neitt... Nei, aldrei skal það verða þannig!!!!!

Engin ummæli: