Hún Hilma á afmæli í dag. Vei! Til hamingju með afmælið, yndislega kona!
Það var sko piggað út í gær hjá Rúnsu (sem á svona líka fína íbúð;-)). Við gerðum heitan rétt, vorum með osta og vínber og snakk og nammi... og við vorum bara þrjár:-/ Reyndar hjálpaði Daði okkur aðeins þegar við lágum afvelta á sófanum klukkan 20.30... Reyndar kom soldið fyrir. Þegar ég var að taka heita réttinn úr ofninum þá skaðbrenndi ég á mér puttann. Það var alveg hryllilega vont. Við kældum í puttann í ca klukkutíma og svo sagði mamma hennar Óskar okkur að setja kartöflu á blöðruna. Ósk skar niður lífrænt ræktaða kartöflu (aðeins það besta á mínar blöðrur) og svo vöfðum við klósettpappír utan um puttann og festum síðan með hárteygju. Við þurftum bara að nýta það sem til var. Ég var nú frekar efins fyrst um sinn í sambandi við þessa kartöflu en svo virkaði hún ofsalega vel. Ég svaf til að mynda með kartöflu á puttanum í nótt og líður ágætlega í honum í dag.
Það er nú meira hvað íslenski veturinn (loksins þegar hann lét sjá sig) er að gera mig klikkaða. Í svona veðri vil ég helst ekki fara út. Raunar vil ég helst ekkert fara fram úr. Ég væri til í að vera björn. Leggjast bara í dvala á veturna og vera síðan hress og spræk (en ekki skræk) á sumrin.
Ég verð að segja ykkur frábæra sögu. Ég var að fá e-mail frá Ullu þar sem hún sagði mér að hún væri búin að vera rosa dugleg að passa litla frænda sinn síðan hún kom heim. Innifalið í þessari barnapössun eru auðvitað bleyjuskiptingar (vantar bara svona bleyjuljós á ennið á barninu til að láta vita hvenær er tími til að skipta;-)). Þið vitið þegar sumir hlutir koma ómeltir út um hinn endann eins og til dæmis gulkorn? Anyways, Ulla var að skipta á litla prinsinum og með stykkinu kom rúsína, alveg heil rúsína. Svo þegar Ulla lyfti upp bleyjunni og ætlaði að henda henni datt rúsínan út og á mallann á stráknum... Og áður en Ulla vissi af var litli rúsínuprinsinn búinn að borða rúsínuna. Hahahaha. Ulla sagðist vorkenna honum á mannamótum í framtíðinni þegar stóra frænka er búin að fá sér aðeins í annan fótinn og er farinn að segja rúsínusöguna fyrir framan vini og vandamenn...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli