4.2.2003

Sit heima og hlusta á Elvis Presley á Rás 2 og er að reyna að byrja á verkefni um verðbólgu. Það er alltaf erfiðast að byrja á leiðinlegum verkefnum...

Ég ætla að minna á bílskúrssöluna sem verður á laugardaginn (8. feb.) í Kjarrmóa 9 í Njarðvík. Salan verður frá svona eitt til sex, býst ég við. Endilega, allir að kíkja. Þið gætuð gert þrusugóð kaup:-)

Ég nenni ekki einu sinni að segja frá helginni minni vegna þess að ég er róni í afneitun, svo einfalt er það. Bara of mikið djamm og stefnir allt í það sama næstu helgi... Reyndar var mjög gaman en ég er samt á bömmer og þarf að gera leiðindaverkefni. Hundfúlt!

Engin ummæli: