28.1.2003

Það var rosa gaman um helgina. Tók bæði föstudags- og laugardagskvöld með stæl og dýfu. Var meira að segja ennþá að jafna mig á mánudaginn. Mamma skilur ekkert í því hvernig ég geti sukkað svona mikið. Ég held að þetta sé vegna þess að ég er ekki með hálskirtla en reyndar var ég svona áður en þeir voru skornir burt.

Ég og Hilma ætlum að halda bílskúrssölu 8. febrúar. Fullt af fatnaði og skóm og alls kyns dótaríi á mjög svo lágu verði. Ég myndi segja ykkur heimilisfangið en ég gleymi því alltaf. Þetta er alla vega hjá mömmu hennar Hilmu í Njarðvík og ég læt ykkur fá meiri upplýsingar þegar nær dregur.

Engin ummæli: