Ég og Hilma tókum maraþon í búðunum í gær. 5 tímar streit. Alveg met. Fórum í Kringluna og Smáralindina. Versluðum alveg kvótann fyrir árið. Peysa, skór, belti, leðurhanskar, eyrnalokkar og Imagine með Evu Cassidy (yndisleg músík) eru afrakstur gærdagsins hjá Millunni. Við vorum reyndar orðnar hálfruglaðar eftir daginn enda er búðarráp mest þreytandi í heimi og ég er að eldast:-(
Svo dressuðum við okkur upp og fórum í smá kveðjuhóf fyrir hana Ullu. Hún er að fara heim til Danaveldis á miðvikudaginn eftir 5 mánaða dvöl on ðe kleik. Hófið var haldið á Sirkús og við vorum nokkur þarna sem gátum tjáð okkur á hinu ástkæra ylhýra þannig að enskan var í hávegum höfð. Við drukkum aðeins of marga bjóra en það er bara í stíl við helgina sem leið:-/
Núna er Hilma farin til Húsavíkur að heimsækja ömmu sína. Hún er svo gott ömmubarn;-) Við fórum í prjónaleiðangur fyrir ömmuna í gær. Mjög kelló. Stóðum í Hagkaup og völdum garn eftir einstakri smekkvísi. Komst að því að ein rúlla af garni kallast dokka. Þetta var fyrsta skref mitt inn í kellingalífið. Við toppuðum það þegar við settumst á bekk í Smáralindinni og fórum að rifja upp hverja við hefðum hitt í Kringlunni og mundum ekki einu sinni eftir öllum. Kalkaðar kellingar í þokkabót. Reyndar urðum við frekar drukknar á virkum degi og það mundi ekta kelling ekki gera þannig að enn er einhver von eftir. Vei!
Helgin sem leið einkenndist líka af maraþonfíling. Þetta var seinasta helgin hennar Birtu hér á Íslandi þannig að við nýttum hana vel. Ég var reyndar að vinna í bíóinu þannig að helgin fór bókstaflega bara í djamm, vinnu og svefn. Það var samt mjög gaman og við eyddum báðum kvöldunum á Kaffibarnum með smá viðkomu á Hverfisbarnum og Sirkús. Ég skil reyndar ekki af hverju við fórum á Hverfisbarinn. Þetta er eins og að vera á skólaballi og það er bara gaman þegar maður er sjálfur í framhaldsskóla. Svo syngja allir saman:"Húsið er að gráta..." og þá er það alveg búið. Ég fór reyndar bara þangað inn í 5 mínútur og fór síðan með einhverjum gaurum sem ég hitti á Sirkús. Þar hitti ég Ullu og stalkerinn með yfirvaraskeggið, ekki nógu gott... Endaði með því að ég hljóp út af staðnum til að sleppa og náði mér í leigubíl og fór beinustu leið heim.
Ég er komin með nýjan leigjanda! Hún heitir Hanna og er finnsk. Hún er voða indæl grænmetisæta sem spilar á víólu og ætlar að búa hjá mér eitthvað fram á sumar. Frábært!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli