3.1.2003

Gleðilegt nýtt ár! Eyddi gamlárskveldi í faðmi fjölskyldunnar og keflvískra vina. Kvöldið var frábært framan af. Það var blúsað og trallað á Vallargötunni eða Séstvallagötunni eins og pabbi kýs að kalla hana. Þegar klukkan var orðin 4 var komið að mér að koma fólkinu úr húsinu og það var sko meira en að segja það. Ég þurfti á endanum að umbreyta mér í harðstjóra og gjörsamlega henda fólkinu út á afturendanum. Þá loksins hófst það. Leiðin lá síðan í partý hjá Rúnari og á nokkra ónefnda skemmtistaði í Keflavík. Þá dó stemmningin algjörlega og ég ákvað því bara að fara heim að hrjóta. Ekki svo góður endir á annars frábæru kvöldi.

Ég er að fara í hálskirtlatöku eftir tæpa viku og er að farast úr stressi. Ég hef aldrei farið í aðgerð áður og aldrei verið svæfð:-/ Ég er búin að heyra margar hryllingssögur af +20 ára fólki sem hefur farið í svona aðgerð og orðið blóðbað er mér ofarlega í huga.. Shitttt! Svo var mér líka sagt að vikurnar á eftir myndi ég tala eins og Halldór Ásgrímsson, algjörlega eintóna. Þess vegna hef ég ákveðið að tala bara ekki neitt í nokkrar vikur eftir aðgerðina. Það gæti samt reynst svolítið erfitt þar sem ég er að fara í kúrs sem heitir Meðferð talaðs máls og eins og nafnið gefur til kynna mun vera svolítið erfitt að geta ekki talað...

Var að kíkja á nýju stundatöfluna mína áðan og ég verð að segja að mér var ekki skemmt. Ég verð í skólanum alla virka daga og alltaf um miðjan daginn. Hryllilega óhentugur tími, brýtur svo upp daginn.

Gugga var að flytja út í dag og nú hefst leit að nýjum leigjanda. Þið látið mig vita ef þið vitið um einhvern.

Carrie í Sex and the city olli mér miklum vonbrigðum í gær. Hún hætti með Aidan:-( Ég er alveg hreint í rusli yfir þessu. Maðurinn er auðvitað ekkert annað en draumaprins í alla staði og ég myndi ekki hika við að giftast honum. Sveiattann!!

Engin ummæli: