Ég ætti kannski að breyta nafninu á þessu bloggi í sjúkrasögu Kamillu. Þessi veikindi eru að gera mig vitlausa. Núna er búið að taka úr mér hálskirtlana. Reyndar er það alveg vel þess virði vegna þess að þessir kirtlar virðast vera rót alls ills. Ég fór á spítalann á fimmtudaginn. Ég var svo ótrúlega stressuð að ég bara vissi varla hvað ég heiti. Ég var sett á róandi og alles. Svo var ég svo mikill lúði að ég fékk mér hálfa jógúrt í morgunmat og þess vegna þurfti að seinka aðgerðinni um nokkra tíma. Það datt samt engum í hug að segja ´mér að borða ekki neitt. Ég hef aldrei farið í aðgerð, hef aldrei verið svæfð og mér finnst ER leiðinlegir þættir. Þess vegna er ég ekkert fróð um svæfingar og svoleiðis kjaftæði. Svo er það nú líka þannig, eins og flestir vinir mínir vita, að ég er skíthrædd við sjúkrahús og sprautur og svoleiðis. Enda var ég sett á róandi á fimmtudaginn vegna þess að ég var svo gjörsamlega ekki að meika þetta. Ég held að það hafi bara verið gott að ég borðaði um morguninn vegna þess að annars hefði ég fríkað út. Í staðinn var ég bara látin sofa og svo var mér rúllað upp á skurðstofuna og vara bara að grínast í hjúkkunum, spurði hvort ég væri nú ekki alveg að fara í fótaaflimunaraðgerð. Þegar ég hugsa um þetta núna er ég ekki alveg að fatta sjálfa mig en þetta hafa líklega verið lyfin að tjá sig. Svo var ég bara svæfð og þegar ég var vakin var allt búið en eftir stóð gífurlegur sársauki, ekki ljúft. Ég var svo rugluð að þegar læknirinn sagði mér að þetta væri búið gleymdi ég því strax og spurði hann hvort þetta væri ekki alveg búið. Svo kom mútta góða og sat yfir mér. Þó svo að ég hafi verið útútrugluð tók ég strax eftir því að hún var í nýjum jakka. Pælið í lúða!!
Svo var ég látin gista á spítalanum. Mér var troðið inn í eitthvað undirbúningsherbergi. Þar inni var klósett og vaskur og pláss fyrir rúmið. Þegar mér var rúllað á staðinn var einhver gamall kall inni á klósettinu í leyfisleysi og hjúkrunarfræðingurinn sem var með mér varð alveg kex, gaf greyið manninum alveg morðaugað. Hann staulaðist inn á sína stofa á nærunum og sjúkrahúsbol, mjög skömmustulegur. Svo var sett inn í þetta herbergi þar sem ég svaf í heilan sólarhring, alveg búin á því.
Á föstudaginn fór ég síðan í Kef og hef verið þar síðan og mun vera þar næstu daga. Mataræði mitt samanstendur af vatni, frostpinnum og jógúrti. Reyndar fékk ég smá súpu í gær og það var kærkomin tilbreyting. Í dag er ég rétt að meika að gera eitthvað, er bara búin að liggja og horfa á videó og sofa síðan á föstudaginn. Svo verð ég alltaf að drekka 2 lítra af vatni á dag svo ég verði hress sem fyrst. Mamma er alltaf að hrósa mér eftir hvert vatnsglas: Dugleg stelpa!:-) Ég verð samt að segja að ég er komin með ógeð af þessu helvíti og læt mig dreyma um pizzu og nammi og svoleiðis drasl. Ég held meira að segja að mig hafi dreymt rosalega girnilegan mat í nótt. Ummmmm...
Núna er orkan mín alveg búin, verð að leggjast. Peace out!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli