22.1.2003

Eftir að hafa tekið til í eldhússkápunum hjá mér í dag bakaði ég eitt stykki köku! Þegar ég hafði fjarlægt rakettuna úr rassinum á mér settist ég síðan niður með Hilmu og fór í fótabað og horfði á vídeó. Við horfðum á mynd sem heitir The man from Elysian (sic) Field. Nokkuð góð mynd. Mick Jagger er í henni og stendur sig bara nokkuð vel gamli kallinn. Við borðuðum köku og höfðum það náðugt. Kakan var algjört æði þó ég segi nú sjálf frá og þess vegna ætla ég að skella uppskriftinni inn a blibbið svo ég geti spread the joy;-)

Dásamleg döðlukaka

500 gr döðlur
2 msk smjörvi
100 gr valhnetur (malaðar)
100 gr möndlur (malaðar)
1 tsk lyftiduft
1 banani (stappaður)
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanilduft
salt af hnífsoddi
1 1/2 dl hveiti

Döðlurnar eru látnar vera í bleyti í vatni í ca 1 klst (láta vatnið rétt fljóta yfir þær). Síðan eru þær skornar í litla bita og settar í hrærivél ásamt smjörva. Restinni af uppskriftinni bætt út í og öllu hrært létt saman. Sett í smurt bökuform og bakað við ca 180° hita í 20-25 mínútur.

Alveg einstaklega ljúffeng kaka. Verður reyndar að vera sprauturjómi með til að fullkomna hana. Þetta minnir mig á þá tíð er ég var í 4. bekk. Þá gerði bekkurinn svona uppskriftarbók og hver nemandi átti að koma með eina uppskrift. Allir sinntu sínu hlutverki vel nema einn sem var soldið latur. Hann Robbi nennti greinilega ekki að finna uppskrift og ákvað þess vegna að búa bara til eina slíka. Ég man alla vega að í kökuna áttu að fara 2 bollar af lyftidufti og 3 af sultu og svo eitthvað meira sull!! 2 bollar af lyftidufti! Það myndi örugglega duga til að sprengja upp heilt eldhús og jafnvel bara heilt hús líka.

Engin ummæli: