Ég er að fara í vísindaferð á eftir. Vei! Ferðinni er heitið á auglýsingastofuna Hvíta húsið. Spennó. Svo ætlum við allar að borða saman á Vegamótum og fara síðan í partý til einnar í hópnum. Ég held að dagurinn og kvöldið lofi góðu.
Ég er ennþá að vinna í því að koma uppskriftinni af jógúrtkökunum á netið en það gæti tekið smá tíma. Á meðan ætla ég að setja inn aðra uppskrift sem er alveg sjúklega góð. Ef ég gæti borðað svona köku á hverjum degi væri ég algjör feitabolla. Ummmm...
Frönsk súkkulaðikaka
200 gr suðusúkkulaði
200 gr smjör
4 egg
3 dl sykur
100 gr saxaðar heslihnetur
1 dl hveiti
flórsykur
fersk jarðaber (skorin í tvennt)
Bræðið súkkulaðið og smjör saman í vatnsbaði. Kælið svolítið en ekki svo lengi að blandan fari að storkna. Þeytið egg og sykur mjög vel samna þannig að það verði létt og ljóst. Blandið súkkulaðismjörinu saman við og þeytið aðeins. Setjið hneturnar út í hveitið og hrærið þessu varlega í eggjablönduna. Hellið í vel smurt 28-30 cm form og bakið við 180°C í um 40 mínútur. Athugið að tertan á að vera svolítið blaut (klesst). Látið hana kólna alveg áður hún er losuð úr forminu. Skreytið með jarðaberjum rétt áður hún er borin fram og stráið flórsykri yfir. Það er líka rosa gott að hafa þeyttan rjóma með.
Þessa kaka er reyndar svolítið mikið óhollari en döðlukakan en alveg himnesk engu að síður enda er yfirleitt það sem er óhollt og fitandi alltaf langbest;-)
Eru ekki allir komnir með vatn í munninn?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli