20.1.2003
Þá er fyrsti skóladagurinn afstaðinn og mér líst bara nokkuð vel á þetta allt saman. Fór reyndar bara í tvo tíma í dag þannig að ég hef ekki enn fengið reynslu af þessu öllu saman. Meðferð talaðs máls er þó kúrs sem ég veit ekki alveg hvað mér finnst um. Ég hlustaði alla vega á kennarann minn, sem er talmeinafræðingur, tala um talmein og ýmsa kvilla sem fólk getur fengið í raddböndin allan tímann í dag. Ekki nóg með að hún talaði um þetta heldur sýndi hún myndir sem voru ekki mikið augnayndi. Þær fengu mig nú samt til að prísa mig sæla yfir að vera hætt að reykja. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég tók smá feilspor í hætta-að-reykja-ferlinu um helgina en ég ætla bara að reyna að gleyma því og halda ótrauð áfram. Þetta kemur allt á endanum!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli