4.12.2002

Kalkúnaæðið virðist vera að heltaka landann. Var að fá hjálparbeiðni í gestabókinni minni frá Gunnhildi B. (Mörtu-systir). Mamma hennar ætlar víst að snæða bróðir kjúklingsins á aðfangadagskvöld. Gunnhildur er alveg miður sín og bað mig um að hringja í mömmu mína og láta hana redda þessu. Ég held að hún sé búin að gleyma að ég er mikil talskona kalkúnsins og tek ákvörðunum mæðra okkar beggja fagnandi. Hún ætti frekar að tala við hann Inga Þór, bróður minn og helsta andstæðing í jólamatsvali, en hann hefur þótt mikið fyrir svínið í gegnum tíðina. Ég myndi benda henni á bloggið hans en hún gæti nú lítið tjáð sig þar. Vantar allt inn á síðuna hans;-) Það verður örugglega orðið of seint þegar hann loksins kemur upp kommentakerfi eða gestabók. Þá verðið kalkúnajólin miklu liðin án þess að Ingi Þór og Gunnhildur hafi náð sínu fram (sem er reyndar gott fyrir mig, er á prósentum hjá kalkúnabændum landsins). Ég segir bara: Sættið ykkur við það sem er borið á borð fyrir ykkur um jólin, sérstaklega ef það er kalkúnn. Múhahahaha!!!!!

Engin ummæli: