5.12.2002

Það er nú meira hvað það er mikill twister úti. Ég heim við hliðina á bókhlöðunni en varð samt hundblaut eftir að hafa labbað þangað í morgun. Húfan fauk meira að segja af mér á miðri leið og beinustu leið í stóran poll. Bölvuð óheppni:-(

Upplifði svolítið fyndið í hádeginu. Ég og Hilma ákváðum að fara með Guggu og Mörtu á hundraðkrónu fatamarkað á elliheimilinu Grund. Hver flík á hundrað kall. Bjóst við því að finna kannski eitthvað sætt veski eða trefil eða eitthvað. Hilma kom til mín í hádegismat og síðan ætluðum við að hitta Guggu og Mörtu og fara á Grund. Ég reyndi að hringja í Guggu en hún varð alltaf batteríslaus þannig að við náðum aldrei að tala almennilega saman. Ég var því ekki viss hvort hún ætlaði að koma við hjá okkur áður en farið væri á Grund. Ég og Hilma ákváðum því að skella okkur bara á Grund og hitta stelpurnar þar. Við reiknuðum bara ekki með því að það væru svona margir inngangar á einu húsi þannig að við löbbuðum hringinn í kringum húsið án þess finna markaðinn. Við vorum orðnar rennandi blautar og ákváðum bara að fara heim til mín aftur. Þá sáum við Guggu og Mörtu fyrir utan húsið mitt og við mættumst á miðri leið og skelltum okkur á hundrað krónu markaðinn. Þetta var nú meiri markaðurinn. Fullt af gömlu fólki og svo gat ég eiginlega ekki verið þarna inni, það var svo mikil veikindalykt þar. Við höfum líka sterkan grun um að þarna hafi verið seldur fatnaður af dánu fólki...spooky. Strax og við komum inn greip Hilma eitthvað sætt box sem hún hefði viljað kaupa. Þá kom kona og benti henni á að þetta væri eiginlega búðarkassi markaðarins og bað hana um að skila honum. Þetta box var líklega það mest spennandi sem við sáum á þessum markaði:-/ Við flýttum okkur út og ég fór heim og skipti um buxur þar sem hinar voru farnar að límast við mig af bleytu. Svo rétt náðum við upp á bókhlöðu áður en við fukum út í buskann. Ég hefði alveg eins getað sleppt því að fara í aðrar buxur vegna þess að ég varð gegnvot á leiðinni. Sit núna skítköld og er að reyna að lesa. Gengur ekki allt of vel, held ég fari snemma heim.

Engin ummæli: