4.12.2002

Jæja, búin með heimaprófið í blaðamennsku. Reyndar var prófið óvenjulega auðvelt, ég kláraði það á einum degi en hafði tvo. Fólkið með mér í blaðamennsku var ekki visst hvort það væri að misskilja þetta hjá henni Guðbjörgu eða að hún væri bara svona easy peasy á lokaprófum. Alla vega kvarta ég ekki yfir auðveldum prófum. Byrja seint á því:-)

Fór á Íbúð Soju seinust helgi. Þetta var seinasta sýningin og þeir sem sáu þetta ekki misstu af miklu. Þetta var rosa flott hjá þeim. Fullt af frábærum leikurum og svo er leikritið alveg rosalega fyndið. Það var gott að hlæja dátt í miðri prófageðveikinni og einbeita sér að einhverju öðru en skólabók. Eftir sýninguna var öllum boðið að sitja áfram því leikararnir ætluðu að reyna að flytja leikritið aftur og þá á aðeins 10 mínútum. Auðvitað sátum við áfram og hlógum eins og brjálæðingar meðan liðið hljóp um sviðið á harðaspani og öskraði eitthvað samhengislaust og þvældist fyrir hvert öðru. Mjög fyndið.

Engin ummæli: