19.12.2002

Jæja, ég er öll að braggast. Ég er farin að geta hugsað um mat án þess að hlaupa á klóið og æla. Ég held að það teljist mikil framför. Ég er líka orðin hundleið á að hanga í veikindum endalaust. Það er komin vika síðan ég kláraði prófin og ég er búin að vera slöpp allan tímann. Hvað á það að þýða?!

Ingi Þór kom og náði í mig í gær til að ég gæti verið veik hjá múttu og pabba. Við rifumst reyndar eiginlega alla leiðina, frekar skrýtið. Við höfum nebbla ekki rifist í rosalega langan tíma og svo vorum við bara eins og vitleysingar í gær, alveg fáránlegt. Rifumst bara út af ekki neinu. Ég held að stór ástæða þess sé sú að við vorum bæði veik og alveg ógeðslega pirruð á því að vera veik og létum það bara bitna á hvort öðru. Meikuðum það samt heim og þá fór ég bara beint að sofa. Erum sátt núna:-)

Pabbi minn yndislegi átti afmæli í gær. Til hamingju, daddy cool!!! Ég gaf honum dvd disk í afmælisgjöf, Sexy beast (rosa góð, sjáið hana ef þið hafið ekki gert það!). Við borðuðum öll saman og ég sló met í áti. Gat borðað heila pítu og meira að segja haldið henni niðri. Ég veit að ég er ógeð að segja frá þessu en þetta var gleðistund í mínu veikindaferli. Anyways, Ingi Þór Ingibergsson var ekkert að tvínóna við hlutina og gaf pabba fokkings viðarsneril í afmælisgjöf. Pabbi sagði ekki annað "en ertu ekki að djóka????" á meðan hann var að opna pakkann og svo hoppuðu þeir og skoppuðu eins og litlir strákar og föðmuðust, mjög sætt. Ég ætti kannski að útskýra að viðsnerill er hluti af trommusetti og kostar rúmar 50.000 kr. Drengurinn þjáist greinilega af hlutaveiki á háu stigi. Eitthvað sem ég þekkti eitt sinn;-) Svo fór nánast öll fjölskyldan á forsýningu á Two Towers. Ég gat auðvitað ekki farið neitt út í mínu ásigkomulagi þannig að Sveinn fór bara í minn stað. Ég og Ingi Þór pældum reyndar í því að ég færi og tæki bara með mér einn tóman popppoka og ældi í hann. Það myndi enginn taka eftir því, híhí, og svo myndu bara fara smá slettur á fólkið fyrir framan mig í þétt setnum bíósalnum. Ákvað samt að sleppa því...

Ég er að fara í klippingu á eftir. Ákvað að drulla mér í sturtu svo ég myndi ekki hræða líftórunu úr klippikonunum með útliti mínu. Ég er búin að spasla mig í framan og er bara í lagi núna. Þetta er allt að koma. Svo verð ég bara sjúklega sæt á eftir með nýja klippingu. Jibbí!

Engin ummæli: