Ég er komin aftur!!! Búin að vera veik og er reyndar aftur orðin veik:-( Góðu fréttirnar eru þó þær að ég er að skrifa þetta á nýju fartölvuna mína!!! Já, ég keypti mér eitt stykki fartölvu í dag í Expert. Rosa gella!!!
Auk þess að afreka það að verða veik í dag og kaupa tölvu þreif ég íbúðina. Það ar orðið alveg ógeðslegt hjá okkur Guggu. Baðherbergið okkar var farið að líta út eins og almenningssalerni, ekki girnó:-/ Núna er samt allt voða fínt á Hringbrautinni. Ekki fleiri rykhnoðrar á gólfunum.
Ég held að djammið á laugardaginn hafi gert út af við mig. Ég er að verða gömul... Ég verð samt að ná mér upp út þessari flensu ASAP. Gengur ekki að vera í jólafríi og vera bara veik! Ég ætla að fara í Kef á miðvikudaginn. Þá á daddy cool afmæli. VIð familían ætlum að sjá Lord of the rings saman. Rosa gaman.
Hverjir í andsk... eru Kiðlingarnir???!! Það er alltaf verið að auglýsa í sjónvarpinu myndband um Kiðlingana í Norðurlandaferð sinni og ég hef barasta aldrei heyrt um þessa barnahljómsveit áður.
Ég er hryllilega mygluð núna. Nenni ekki að blibba meir en ég er samt komin aftur. Vei!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli