Jæja, jólin eru á morgun og mig langar bara að óska öllum gleðilegra jóla. Hafið það sem allra allra best yfir hátíðarnar.
Ég fór í bæinn í kvöld. Við Hilma röltum í búðir og fengum okkur að borða á Sólon, rosa gott. Svo fórum við heim til hennar og horfðum á Kissing Jessica Stein. Frábær mynd og rosalega vel leikin. Mæli með henni:-)
Mig langar að minna á risa jólapartý okkar stelpnanna. Það verður haldið föstudaginn 27. desember í Sjálfsbjargarhúsinu í Njarðvík. Allir vinir okkar eru hjartanlega velkomnir og ég get ábyrgst góða skemmtun. Jibbí!!!
Ég ætla að halda áfram að jólast og sofa síðan værum svefni og láta mig dreyma um hreindýr og rjómabossa...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli