12.12.2002

Þá hef ég loks heimt líf mitt úr helju lærdóms...þrældóms. Ég er búin í prófunum!!!!!!!!!!! Vei!!! Reyndar er einn hængur á:-( Ég er veik... Ég vaknaði með þvílíka hálsbólgu á þriðjudaginn, fór í próf og kom heim alveg búin á því. Svaf allan daginn og varð fárveik. Gat þess vegna ekkert lært á þriðjudaginn og ekki heldur í gær. Svo mætti ég bara galvösk í prófið og gekk svona líka vel. Very good. Drullaði mér síðan heim og lagði mig smá. Eyddi síðan deginum í að gera ekki neitt. Alveg yndislegt. Hlustaði á Stevie Wonder og komst í smá fíling. Ætla samt að láta mér batna áður en ég fer að koma mér í rónastuðið.

Ég talaði við pabba minn í dag. Hann gaf það í skyn að það væri skemmtilegra að fylgjast með lífi mínu í gegnum netið en að tala við mig í persónu. Hann sagði að ég væri ekkert voðalega málglöð þegar foreldrar mínir ættu í hlut: Hvað er að frétta? ...Bara allt gott. Hvað gerðir þú um helgina? ...Æ, bara mest lítið.

Hilma kom til mín í kvöld. Eldaði fyrir mig spínatpasta og lagaði buxur fyrir mig. Mamma, ég er komin með nýja mömmu! Þessi mamma er líka svo þægileg. Hún á heima svo nálægt mér:-) Hún á reyndar nokkra daga eftir í próflestri, greyið. Gaf sér samt frí í kvöld til að hanga með veiku jólafrísstelpunni. Hilma besta!!!

Engin ummæli: