7.12.2002

Jæja, ég hitti Melinu í gærkvöldi. Það var ekkert smá gaman að hitta hana. Hún hefur breyst helling og er komin með stutt hár og er ekki með krullur lengur. Við fórum á Vegamót með Hilmu, Rún og Ullu og kjöftuðum. Rosa gaman. Svo fórum við heim til mín og skoðuðum gamlar myndir.

Melina er nýkomin frá Englandi. Hún var að kenna listfræði í skóla í bæ sem heitir Dorking (!). Pínkulítill bær og hún sagði að hann væri eins og Vogar. Þegar fer aftur heim ætlar hún að flytja til Chicago og fara að vinna sem kennari.

Ég er bara búin að sofa í nokkra tíma í nótt. Ég ætla samt að vera dugleg að læra og fara síðan að vinna í kvöld:-(

Engin ummæli: