12.11.2002
Oh, núna er ég pirruð. Var að rífa mig á fætur til að fara í tíma. Mæti síðan í aðalbyggingu og þá er kennarinn veikur. Það var svo erfitt að vakna. Ég ætla samt ekki heim núna vegna þess að þá sofna ég bara:-( Gleymdi að segja ykkur frá fáránlegasta barnaefni ever. Á sunnudaginn kíkti ég aðeins á einhvern barnaþátt á RÚV. Þetta var leikið barnaefni um strák sem var að taka þátt í hæfileikakeppni. Hæfileiki stráksins var sá að hann gat prumpað hin ýmsu lög. Hann stóð uppi á sviði með rassinn framan í áhorfendur (var reyndar fullklæddur) og prumpaði lag. Meira að segja við píanóundirleik. Alveg út úr kú. Ég held meira að segja að hann hafi unnið keppnina. Hvað er eiginlega verið að framleiða fyrir börn?! Barn sem prumpar fyrir áhorfendur er ekki beint uppbyggjandi sjónvarpsefni!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli