13.11.2002

Ég er búin að vera letibloggari í dag. Sorry, kæru aðdáendur. Hahaha! Er búin að eyða deginum í skólavesen. Það mun halda áfram alveg þar til 12. dsember. Þá er ég búin í prófunum! Vei! Hilma og Jón Björn buðu mér í spaghetti í kvöld. Mamma, heyrir þú það?! Dóttir þín var að borða spaghetti í kvöld. Mamma eldaði nefnilega svo mikið af spaghetti og lasagne þegar ég var krakki að ég fékk ógeð og gat ekki borðað svoleiðis í mörg. Við vorum einmitt að hlæja að þessu í frænkuboðinu um helgina. Ég var algjör matarlögga þegar ég var krakki. Mamma mátti til dæmis ekki vera með Maggi pakkakartöflumús heldur varð hún að búa til músina sjálf. Einu sinni reyndi hún að plata mig og ég varð alveg kex. Það tekst sko engum að blekkja matarlögguna!!! Svo ef ég vildi ekki borða það sem var í matinn sagði mamma mér að ég gæti barasta setið við borðið þangað til ég kláraði matinn. Þá sat ég bara við eldhúsborðið fram á kvöld. Ótrúlega þrjósk. Endaði alltaf með að mamma tók diskinn af borðinu fussandi og sveiandi og ég hrósaði sigri mínum í hljóði. Þetta var smá biti af æskuminningum mínum. Er að spá í að gefa út ævisögu. Það er líka svo móðins að gefa út ævisögu þegar ævin er ekki einu sinni hálfnuð. Þessar poppstjörnur úti í heimi eru alla vega að keppast um það. Mín bók á að heita Matarlöggan snýr aftur: Enga Maggi mús, takk!!

Engin ummæli: