3.11.2002
Á laugardaginn fékk ég far með Ósk í Rvk. Áður en við lögðum af stað fórum við í sjoppu að kaupa lottó því við ætluðum sko að vinna stóra pottinn. Vorum búnar að ákveða að fara saman til útlanda og svoleiðis. Svo unnum við ekki neitt. Ég fékk heila eina tölu rétta! Frekar mikið svekkelsi. Þegar við vorum loks komnar í höfuðstaðinn ákváðum við að fara í heimsókn til Rúnar og Daða í nýju íbúðina. Hún er æði!!! Til hamingju aftur, Rún mín. Reyndar stoppuðum við bara stutt hjá Rún því þau voru að fara í matarboð. Ég og Ósk ákváðum hins vegar að fresta matarboðinu hjá Óla og Jóni um óákveðinn tíma. Við eigum nefnilega að elda og við ætlum bara að gera þetta grand þegar við erum komnar í jólafrí. Þess vegna var bara horft á vídeó í gærkvöldi og í dag er ég líka fersk að gera ritgerð!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli