3.11.2002
Þá er helgin afstaðin. Hápunktur helgarinnar er sá að Brynja Magnúsdóttir var kosinn formaður Ungra jafnaðarmanna í suðurkjördæmi. Rosa flott. Fór á stofnfundinn í Keflavík á föstudaginn og við Gugga mættum aðeins of seint. Ég vissi ekki alveg hvar við áttum að fara inn í húsið og fórum inn um vitlausa hurð. Við vorum komnar inn á einhverja skrifstofu og ég ákvað þá að opna hurð sem ég taldi líklegast að myndi leiða okkur upp á aðra hæðina. Þá var hurðin bara harðlæst og þjófavarnarkerfið fór að væla. Ég og Gugga litum á hvor aðra og fórum að skellihlæja og Gugga hljóp beinustu leið út. Ég ákvað að standa þarna og útskýra allt fyrir löggunni þegar hún kæmi. Svo kom löggan bara ekkert og það endaði með að ég fór réttu leiðina og komst upp á aðra hæð. Við rétt náðum restinni af fundinum og alltaf beið ég eftir að tveir lögreglumenn kæmu til að handtaka mig:-/ Þeir komu aldrei og þá fékk ég mér bara bollu. Rauða bollu! Hljómsveitin Gangsters without a trace (einnig þekkt sem Í þröngum buxum) spilaði fyrir gesti og það var rosa gaman. Petra átti afmæli og kleinur voru í boði. Reyndar þurfti ég að yfirgefa partýið frekar snemma þar sem ég þurfti að vakna morgunin eftir til að fara í klippingu. Ósk og Lassa tókst þó að draga mig á Kaffi Duus og ég fékk mér eitt rauðvínsglas þar. Reyndar drakk Ósk það eiginlega allt. Hún er orðin svoddan rauðvínssvelgur eftir Spánardvölina. Svo fór ég bara heim að hrjóta...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli