7.11.2002

Jæja, ég ætla að hætta að vera félagsskítur í hagnýtri fjölmiðlun og skella mér á bjórkvöld á Stúdentakjallarnum í kvöld. Það er reyndar líka alþjóðakvöld þar á bæ þannig að við verðum ekki bara þarna stelpurnar (Það eru bara tveir karlar (+40) í hagnýtri og einn þeirra ætlar að reyna að mæta!). Það er kannski að maður slái þessu bara í kæruleysi og fá sér nokkra bjóra. Ég ætla bara að feta í fótspor Bifrestinga (skrifar maður þetta ekki svona?) og tjútta smá á fimmtudagskvöldi. Reyndar þarf ég að vinna í bíóinu í kvöld en bara á meðan sinfóníutónleikarnir eru. Svo verð ég reyndar líka að horfa á sex and the city en svo fer ég á bjórkvöld!!!

Engin ummæli: