8.11.2002
Ég er þunn í dag. Mjög þunn. Rosalega þunn. Fór á bjórkvöldið í gærkvöldi og drakk allt of mikinn bjór. Fékk reyndar kampavín í vinnunni. Það voru sinfó tónleikar og afgangskampavín. Drakk eitt glas og ég er svo mikill kettlingur að ég varð tipsy af því. Labbaði hlæjandi heim. Svo fór ég á Stúdentakjallarann. Þar var troðið af fólki. Ég skal segja ykkur það, ólofuðu stelpur, að skiptinemarnir í HÍ eru ósnert auðlind. Það var allt morandi í sætum gæjum þarna. Sjaldan lent í öðru eins og ég dressaði mig ekki einu sinni upp. Fór reyndar í nýju gellugallabuxunum og blikkaði nokkra gæja. Haha. Í dag er ég búin að hanga með Hilmunni minni. Við fórum í Smáralind og ég keypti mér nýja diskinn með Aimee Mann, Lost in Space. Ég er einmitt að hlusta á hann núna og hann er alveg frábær. Svo er það átveisla í Keflavík í kvöld. Ég er að fara í frænkuboð og ég held það verði alveg fínt svona í þynnkunni. Guð, ég get varla hugsað núna. Skrifa meira á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli