7.11.2002

Æ, ég var svolítð vond rétt í þessu. Ég sit við tölvu á bókhlöðunni og það er franskt par fyrir framan mig. Eins og allir vita sem hafa komið inn á hlöðunna er bannað að tala hátt. Það truflar aðra. Franska parið var ekki að taka tillit til annarra og talaði mjög hátt. Það endaði með því að ég stóð upp og sagði: Excuse me. This is a library and you are supposed to keep quiet. Please whisper! Þau urðu bæði frekar vandræðaleg og sögðu sorry. Þau eru búin að þegja síðan þannig að þetta virkaði. Var þetta nokkuð yfir strikið hjá mér?

Engin ummæli: