14.11.2002
Ég lenti í mjög óskemmtilegri lífsreynslu í hádeginu. Ég ætlaði að fá mér Finn crisp hrökkbrauð og tók fram óopinn pakka. Þegar ég opnaði hann blasti við mér ófögur sjón. PÖDDUR!!!!! Já, það var sko ættarmót ljótu paddanna í hrökkbrauðinu mínu. Ég stökk upp öskrandi (oj, ég fæ alveg hroll þegar ég hugsa um þetta) og vissi ekki hvað ég átti að gera. Endaði með því að ég kramdi þær og henti í ruslið. Pælið í ógeði!! Ég hringdi síðan í Hilmu skelfingu lostin og spurði hana hvort hún væri að reyna að drepa mig vegna þess að hún gaf mér pakkann. Hún sagði ekkert nema oj og gat síðan ekki talað við mig lengur vegna þess að hún ætlaði að fara að henda út öllu úr sínum skápum. Þetta verður sko seinasta tilraun mín að borða Finn crisp sem mér finnst undir eðlilegum kringumstæðum mjög gott.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli