14.11.2002
Ég er að fara að vinna í bíóinu á morgun. Það er verið að frumsýna þessa nýju mynd Friðriks Þór og Coppola sem heitir the Monster. Ég sá auglýsingu um hana í Mogganum í morgun og þetta virðist með eindæmum hallærisleg mynd. Samt ætla ég ekki að slá neinu á fast fyrr en ég hef séð myndina sjálf en eitt er víst að auglýsingin í Mogganum hvetur mig ekki til þess. Talandi um Moggann. Það er alltaf verið að stela Mogganum mínum! Við erum fjögur af átta sem erum áskrifendur í stigaganginum og það er einhver að gera okkur lífið leitt með að stela frá okkur blaðinu. Mínu var einmitt stolið í morgun þannig að ég hringdi, eins og góðum áskrifanda sæmir, í kvörtunardeildina og ég fékk bara sendan nýjan Mogga pronto! Þetta var nefnilega í fjórða sinn sem þetta gerðist. Það er eins og þjófurinn hugsi: Tja, fyrst hún sækir ekki Moggann fram klukkan sjö á morgnana vill hún örugglega ekki lesa hann. Einmitt!! Ég var meira að segja orðin svo pirruð á þessu að ég setti upp smá orðsendingu við póstkassana: Kæri nágranni. Ég hef orðið fyrir því að Mogganum mínum er stolið. Ef þú ert að fá hann lánaðan, vinsamlegast hættu því! Kveðja, Kamilla 1.h.h. Þetta virðist ekki hafa virkað nógu vel hjá mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli