14.11.2002

Ég neyðist til að fara út á morgun:-/ Reyndar á mér ekki eftir að finnast leiðinlegt en ég hreinlega hef ekki tíma til að fara út að skemmta mér núna. En þar sem ég er svo mikill international friend get ég ekki annað. Vinur hennar Ullu, dönsku stelpunnar sem bjó hjá mér í sumar, er í heimsókn hjá henni á Íslandi og ég var búin að lofa að fara með þeim í einn drykk (kannski tvo) annað kvöld. Svona er lífið. Maður þarf bara alltaf að vera á djamminu. Hahaha. Nei, annars, þetta verður alls ekkert brutal. Ég þarf nefnilega að nýta laugardaginn í ritgerðarsmíði. Mjög gaman. Svo er líka bara tæpur mánuður eftir af þessum þrældómi sem kallast skóli. Þá verð ég frjáls í heilan mánuð. Ekki dónalegt það!

Engin ummæli: