Ég er byrjuð að lesa fyrir prófið í mannkynssögu IV. Það er alveg með eindæmum hvað nútímasaga og eflaust öll saga er karllæg. Á þeim hundrað blaðsíðum sem ég las í dag er einu sinni minnst á konu og hún var byltingarsinni sem var myrt. Ég held að ég myndi hafa meira gaman af þessu ef öll mannkynssagan byggði ekki öll á því sem allir þessir karlar gerðu. Það er reyndar annað mál að saga 20 aldarinnar er talin öld stríð og blóðs og limlestinga og ógeðs. Það hefði örugglega verið annað ef konur hefðu verið við stjórnvölinn, þær eru svo miklir friðarsinnar...
Anyways, það eru 14 dagar þangað til ég er búin í prófunum. Sæjitt, hvað þetta er fljótt að líða.
Ég ætla að skella mér á lokasýninguna á Íbúð Soju hjá Stúdentaleikhúsinu á laugardaginn. Þetta er lokasýningin og það verður örugglega mjög gaman. Gunnhildur Eyja, Hilma og Ásdís, systir hans Jóns Björns, ætla með mér. Ég er svo þreytt eftir daginn að ég nenni ekki að skrifa meir. Sendið mér lærustrauma ef þið eigið einhverja til afnota. Ciao!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli