21.11.2002
Ég er búin að gleyma því hvað er erfitt að vinna í hóp:-S Við erum fimm saman að gera hópverkefni í Kynferði og hnattvæðingu og það gengur frekar hægt. Það er alveg með ólíkindum hvað getur reynst erfitt fyrir fimm manneskjur að reyna að samræma tíma sinn og hittast, sérstaklega þegar það er svona stutt í próf. Okkur tókst þó loks að ákveða tíma og erum að fara að hittast á eftir. Hryllilega mikið verk fyrir höndum og ég á eftir að búa til frétt fyrir morgundaginn og svo er Sexið í sjónvarpinu í kvöld. Líkaminn á mér stirðnar alveg upp við tilhugsunina um allt helvítið sem er framundan. Samt er bara 21 dagur þangað til ég kemst í jólafrí. Nú hefst niðurtalningin...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli