21.11.2002

Hún Gunnhildur Eyja á afmæli í dag. Til hamingju!!!! Hún er orðin 23 ára gömul, velkomin í kellingaklúbbinn. Haha! Ég tók einmitt viðtal við hana og Fabri í gær. Ég ætla að nota það sem lokaverkefni í blaðamennsku. Þau skötuhjúin eru nebbla ansi spennandi. Hún nork/íslensk, hann ítalskur og þau búa á Íslandi. Mjög fjölmenningarlegt heimilislíf. Ég sat hjá þeim í gærkvöldi og við kjöftuðum um allt á milli himins og jarðar, mjög gaman. Núna er ég að gera ritgerð um alþjóðastjórnmál og hlutverk Sameinuðu þjóðanna. Mjög spennandi umfjöllunarefni. Best að halda áfram. Meira seinna.

Engin ummæli: